24.6.2019 11:57

Stílæfingar að Kvoslæk

Lifnaði textinn á einstakan hátt í flutningnum og skýrði hann hvers vegna verkið hefur ekki aðeins verið vinsælt lesefni í Frakklandi heldur einnig sem sviðsverk.

Sunnudaginn 23. júní fór fram leiklestur hjá okkur Rut að Kvoslæk í tilefni af útgáfu á bókinni Stílæfingar eftir franska rithöfundinn Raymond Queneau. Rut þýddi bókina en Ugla gefur hana út. Þar er sögð stutt saga níutíu og níu sinnum á níutíu og níu mismunandi vegu. Bókin hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi og mun víðar þar sem íslenska er líklega 36. tungumálin þar sem glímt er við þennan einstaka texta,

20190623_160451-2-Flytjendum var vel fagnað í lokin þeir eru frá vinstri: Brynhildur Guðjónsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Þór Tulinius, Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sveinn Einarsson, Rut Ingólfsdóttir, Einar Jóhannesson, Sigurður Ingvi Snorrason. Myndina tók Vilhjálmur Bjarnason.

Sagan er þessi:

Strætóinn kemur

Spjátrungur með hatt fer inn

Ágreinings gætir

Seinna rétt við Saint-Lazare

Snýst allt um eina tölu

LeikVerkið í flutningi. Mynd Vilhjálmur Bjarnason,

Í Hlöðunni að Kvoslæk fluttu leikararnir Arnar Jónsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Þór Tulinius hluta af æfingunum undir leikstjórn Sveins Einarssonar. Lifnaði textinn á einstakan hátt í flutningnum og skýrði hann hvers vegna verkið hefur ekki aðeins verið vinsælt lesefni í Frakklandi heldur einnig sem sviðsverk.

Louis Dunoyer de Segonzac gerði tónlist við verkið og hana fluttu píanóleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir og klarinettuleikararnir: Einar Jóhannesson og Sigurður Ingvi Snorrason.

Hlaðan hjá okkur var fullsetin og var flytjendum tekið með miklum fögnuði í lok flutningsins og síðan þáðu þeir og allir viðstaddir hjá okkur kaffiveitingar.