3.4.2008 21:22

Fimmtudagur, 03. 04. 08.

Fór síðdegis á fund lögfræðinga með Alan M. Dershowitz, prófessor frá Harvard. Fyrirlesturinn snerist um það, sem hann kallaði ný lögfræðileg viðmið.  Hvernig skal haga löggjöf til að unnt sé að takast á við eitthvað, sem ekki hefur gerst en er talið yfirvofandi? Hættan af hryðjuverkum kallar á slíka löggjöf að mati Dershowitz. Hann er öflugur málflytjandi og styður málstað sinn skýrum rökum.