23.5.2017 22:08

Frelsið og hryðjuverkin

Hryðjuverk eru afleiðing öfgahyggju múslima. Ber ekki að vinna að því uppræta hana? 

Að sjálfsögðu hefur hryðjuverkamönnum tekist að breyta frjálsum opnum samfélögum. Við verðum þess til dæmis vör þegar ferðast er með flugvél og leitað er í farangri okkar að vökva, tækjum og búnaði vegna grunsemda um að ætlun okkar sé ekki að komast á leiðarenda með flugvélinni heldur að eyða henni með sprengju.

Áhrif sprengjuárásarinnar á ungmenna tónleikunum í Manchester mánudaginn 22. maí eru nú þau að hæsta viðbúnaðarstig hefur verið innleitt í Bretlandi. Hermenn verða sendir út á götur og skriðdrekar að flugvöllum ef tekið er mið af því sem áður hefur verið gert eftir slíka ákvörðun.

Í Frakklandi hafa neyðarlög gilt í nokkur misseri og í krafti þeirra hefur fjöldi manna verið handtekinn.

Ódæðismennirnir koma úr ólíklegustu áttum en eiga sameiginlegt að aðhyllast öfgahyggju múslima. Hryðjuverk eru afleiðing hennar. Ber ekki að vinna að því uppræta hana?