21.12.2014 18:45

Sunnudagur 21. 12. 14

Í breska blaðinu The Daily Telegraph birtist þessi leiðari laugardaginn 20. desember undir fyrirsögninni: Vive la différence ­– Lifi fjölbreytileikinn:

„Góðar fréttir fyrir ættjarðarvini. Breska hagkerfið er ekki aðeins að verða stærra en hið franska heldur virðist einnig sem matreiðslumenn okkar séu að fara fram úr hinum frönsku. Fátið er svo mikið á mönnum hinum megin við sundið að Frakkar ætla að hefja „útrás á vegum ríkisins í þágu matargerðarlistar“ til að koma í veg fyrir að Engilsaxar „velti Frakklandi úr sessi“ sem helsta aðdráttarafli fyrir matgæðinga. Frakkar viðurkenna að eins og málum er nú háttað sé mikið af þeim matvælum sem í boði eru fyrir ferðamenn „sjaldan ný og úr heimabyggð … ekki mjög bragðgóð“. Gestir í París munu áreiðanlega bæta orðunum „óheyrilega dýr“ á listann.

Þessar fréttir hljóta að særa hið galverska stolt. Hvaða segja þær á hinn bóginn um Bretland? Að við séum hætt að leggja okkur til munns kjöt og tvær tegundir af grænmeti? Fisk og franskar? Volgan bjór? Að við höfum forframast, sláum um okkur og … séum dálítið frönsk? Gætum við ekki að okkur mun tilraun Breta til að slá við la vie française leiða til þess að við verðum öll fáguð, tískuleg og lagleg og að við munum sitja lengi yfir hádegisverði, ræða heimspeki og dreypa á höfgum vínum. Zut alors! Eigum við á hættu að verða að öllu sem við hötum?“